Faglegar áherslur

  •  Forvarnir eru mikilvægasti þáttur tannlæknismeðferðar og hefur mottóið Hreinar tennur skemmast ei verið einkunnarorð Sellu–tannlækna frá upphafi.
  • Þægilegar tannlækningar / painless dentistry. Margir  hræðast að finna til hjá tannlækninum  og er hræðslan við það óþekkta mörgum fjötur um fót og þess vegna veigrar fólk sér gjarnan við að leita aðstoðar tannlækna. Meðferðin þarf að vera eins þægileg og kostur er, en eðli málsins samkvæmt er erfitt að koma algjörlega í veg fyrir óþægindi. Ljóst er að þeim mun reglulegar sem fólk kemur til eftirlits, þeim mun minni lýkur eru á að vandinn sé það mikill að veruleg óþægindi skapist. Því er lögð rík áhersla á að fullorðnir sem og börn og unglingar komi til eftirlits: einu til tvisvar á ári.       
  • Í verstu tilfellum getum við boðið upp á svæfingu í meðferð og einnig kæruleysislyf til slævingar.
  • Fegrunartannlækningar, tannhvíttun. Úlit er mikilvægur þáttur í daglegu lífi, útlitskröfur eru miklar í nútímanum og skipar  munnholið, tennur og tannhold, þar stóran sess. ,,Ný tækni„ tannhvíttun með lýsingarskinnum eða ZOOM lampa „hreinsar tennurnar af áunnum lit úr fæðu, meðferðin er árangursrík og skemmir ekki tennur sé rétt að málum staðið.
  • Tannlitaðar gæðafyllingar – ný efni / ný sýn. Amalgamfyllingin er úrelt fyrirbæri og í staðinn hafa verið þróuð ný tannlituð fyllingarefni bæði úr plastblöndu og einnig mun sterkari fyllingar úr postulíni s.s. Zirconian og  E max / CEREC.
  • Tannplantar, fastar gervitannalausnir. Laus tanngervi eru úrelt í dag og telst það til fötlunar að þurfa að notast við lausa góma. Tannplantar (implants)  eru ein byltingakenndasta uppfinning í tannlækningum frá upphafi, þar sem sjúklingar geta í raun í allflestum tilvikum fengið fastar gervitannalausnir í stað hinna hefðbundnu fölsku tanngóma. 
  • Sella tannlæknar hafa í rúmlega 25 ár boðið tannplantalausnir (fastar gervitennur) fyrir sjúklinga sína með góðum árangri.
  • Hreinlæti – sótthreinsun. Vegna fjölgunar einstaklinga með lifrarbólgu (Hepatitis) og eyðni (HIV smit) hafa reglur og tæki til sótthreinsunar tekið stórstígum framförum. Nýir staðlar eru komnir um dauðhreinsunartækni, sem á fátt skylt við fyrri tíð. Dauðhreinsibúnaður Sellu tannlækna getur prentað út staðfestingarvottorð vegna þeirra áhalda sem notuð eru við meðferð viðkomandi sjúklings.
  • Stafrænar röntgenmyndir – minni geislun. Hefðbundin filmu röntgenmynd er á undanhaldi en í staðinn hafa verið þróaðar ýmsar leiðir til röntgenmyndatöku. Kostir við  stafrænar leiðir má segja að séu miklu minni geislun en á móti kemur að búnaðurinn er oft fyrirferðarmikill og óþjáll í munni.
  • Fræðsla með „multi media“ upplýsingum til sjúklinga okkar í máli og myndum. Nútímamaðurinn krefst upplýsinga og þekkingar og höfum við því fjárfest í multimediafræðslukerfi sem við notum í skoðun til fræðslu fyrir sjúklinga um ástand munnhols viðkomandi.
  • Tannsmíði. Sella tannlæknar hafa frá upphafi rekið eigið tannsmíðaverkstæði, sem einungis er ætlað sjúklingum okkar. Þannig  getum við fullkomlega haft yfirsýn og stjórnað því verki sem á að vinna og einnig getum við þannig ákveðið námskeið og endurmenntun fyrir tannsmiði okkar. Þar að auki höfum við náið samstarf við önnur valin tannsmíðaverkstæði í Reykjavík og Þýskalandi vegna sérverkefna.
  • Nánari tengsl við sjúklinga munu í framtíðinni verða um netið og heimasíðu okkar.
  • Nýja SMS áminningarkerfið hefur sannað sig svo um munar, sjúklingar okkar fá send SMS skilaboð þremur dögum fyrir bókaðan tíma og svo aftur daginn áður. Vinsamlegast athugið að mikilvægt er að staðfesta til baka næsta tíma með, SMS eða hringja í  móttöku okkar.
  • Endurkoma, allir sjúklingar okkar, sem ekki eru í meðferð, eiga að hafa endurkomu bókaða, þ.e. eftirlitstíma, t.d. eftir 3 mán., 6 mán., 1 ár.  Tölvukerfið okkar minnir á tímann með SMS skeyti 3 dögum fyrir heimsókn.
  • Vinsamlegast munið að breyta bókunum í tíma, því mikil aðsókn er alltaf í þjónustu í hjá okkur. Mætum vel, erum stundvís, það eru mikilvæg einkunnarorð til þess að sem bestur árangur náist. En vegna mjög mismunandi verkefna og misjafnra þarfa sjúklinga okkar getur verið erfitt að halda tímaáætlunum okkar, þar sem verið er að meðhöndla fólk en ekki dauða hluti.

Helstu áherslur fyrirtækisins

Menntun – þekking, góð kunnátta í faginu er lykill að farsælu starfi og þjónustan endurspeglast í menntun starfsfólksins, sjá úrdrátt af viðurkenningarskjölum á biðstofu.
 

  • Hreinlæti og sótthreinsun, er með því besta sem þekkist, öll áhöld eru alltaf sett í dauðhreinsun (autoclav) milli sjúklinga, eða einnota og þá fargað að lokinni meðferð. Einnig eru túrbínur, handstykki / 3- way stútar settir í þar til gerða handstykkja autoclav. Vottorð er gefið er út af Tannlækningastofnun Háskóla Íslands um öryggi sótthreinsitækja. Þar sem ekki er mögulegt að dauðhreinsa tannlæknastóla , bekki og borð á milli sjúklinga þá eru notað hlífðarplast til að hindra smitleiðir.

     

  • Samskipti við sjúlkinga, mannleg samskipti eru mjög mikilvægur þáttur í starfsemi tannlæknastofunnar, enda felst starfið í aðhlynningu og umönnun sjúklinga, með hin ýmsu tannlæknisfræðilegu vandamál, sem við reynum að skilja og leysa eftir bestu getu.

     

  • Aðferðatæknin. Stöðugar nýjungar koma fram í tannlæknisfræðum, það sem er gott í dag, getur verið úrelt á morgun, reynt er eftir bestu getu að fylgjast með endurbótum og framförum.

     

  • Tækjabúnaður, stórtækar framfarir eru í tækjabúnaði. Á hverju ári koma fram nýjungar sem eiga að bæta vinnuaðstöðu og lífsgæði sjúklingana, flest eru til bóta en kostnaðarsamt. Við gerum okkur far um að að fylgjast með  öllu sem á markað kemur.

     

  • Endurmenntun er snar þáttur í starfseminni. Framboð til endurmenntunar er mikið og segja má að tannlæknar gætu verið allan ársins hring á endurmennturarnámskeiðum. Tannlæknar Sellu sækja reglulega ákveðin valin námskeið, s.s. hér heima, í Scandinavíu, Sviss og USA.

     

  • Efnisval, stórtækar breytingar eru í efnum og efnisfræði til tannlækninga, þar byggir á þrotlausri rannsóknarvinnu og er það markmið okkar að nota eingöngu viðurkennd og vottuð efni í öllum þáttum starfseminnar, þrátt fyrir að verðlag geti verið mun hærra frá þessum framleiðendum.
  • Við notum ekkert Kína dót.

Hvar erum við